top of page

Höfundar

Vefsíðan Það geta allir lært stærðfræði er 10 eininga lokaverkefni kennaranema til B.Ed prófs frá Háskóla Íslands ásamt greinargerð. Höfundar eru Lena Mjöll Ámundadóttir og Ólöf Gunnarsdóttir.

 

Hugmyndin á verkefninu kviknaði þegar við vorum að tala um okkar eigin námsörðugleika og hvernig þeir hafa háð okkur í námi hingað til. Við vorum svo að deila okkar reynslu á því hvernig okkur finnst skólar halda utan um nemendur með námsörðugleika og vorum báðar sammála um að allt of oft er nemendum með námsörðugleika ýtt til hliðar eða settir inn í sér stofu.

Við erum báðar að læra faggreinakennslu með áherslu á stærðfræði í eldri bekkjum grunnskóla og brennum fyrir því að allir nemendur eigi rétt á kennslu við hæfi. Við teljum að hugarfarið í stærðfræði sé því miður ekki gott hjá öllum og að stærðfræði sem fag geti valdið miklum kvíða fyrir nemendur. Okkur finnst mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að það geta allir lært stærðfræði og ef viljinn er fyrir hendi þá er allt hægt.

 

Okkur fannst því góð hugmynd að búa til vefsíðu sem kennarar geta nýtt sér til þess að kynna sér mismunandi námsörðugleika sem geta háð nemendum í stærðfræðinámi. Vefsíðan er hugsuð sem ákveðinn fræðsluvefur sem kennarar geta gripið í til þess að fá hugmyndir að úrræðum sem henta nemendum með námsörðugleika.

 

Hér fjöllum við um ADHD, lesblindu og talnablindu sem námsörðugleika og hvaða áhrif þeir geta haft á stærðfræðinám nemenda. Einnig er að finna hvað sé til ráða en þá er farið út í hvað kennari getur gert til að koma til móts við þá nemendur sem glíma við þessa námsörðugleika innan bekkjarins. Fjallað er um kennsluhættina leiðsagnarnám og sammvinnunám, ásamt mikilvægi þess að stuðla að vaxtarhugarfari nemenda.

Bakkalárverkefni 2023

bottom of page