
Það geta allir lært stæðfræði
Dæmi um verkefni
-
í þessu verkefni er verið að vinna með hnitakerfi til þess að auka skilning nemenda.
-
Það sem þarf: A3 blað, penna, reglustiku og límmiða.
-
Gott er að vera búin að teikna á blöðin X- og Y- ása 1-10 ætti að duga en það fer eftir því hvaða dæmi er verið að vinna með.
-
Þetta verkefni getur hentað nemendum með ADHD, Þar sem er verið að láta nemendur setja litríka límmiða og vinna með áþreyfanlega hluti.
-
þetta verkefni hjálpar nemendum að ná betri tökum á hnitakerfinu.
-
Hægt er að útfæra þetta á annan hátt til dæmis með stærra blað og láta nemendur vinna saman í hópum og í stað þess að setja límmiða þá eiga þau sjálf að standa á hnitum.

Þetta verkefni er staðfært úr Skala 1A og sett yfir á form sem stuðlar að aðferðum sem henta nemendum með ADHD samkvæmt Additude: inside the ADHD mind. Þar er talað um að þetta verkefni sé einfalt verkefni sem hjálpa nemendum með ADHD að finnast stærðfræðinám bærilegra og stundum skemmtilegra (Boring, M., 2022). Ástæðan fyrir því að þetta verkefni á betur við nemendur með ADHD heldur en að reikna beint upp úr Skala er að verkefnið er stutt og hnitmiðað og fyrirmælin skýr en eins og kemur fram í Hvað er til ráða hefur það sýnt fram á bættan námsárangur nemenda með ADHD.