
Það geta allir lært stæðfræði

Hvað er til ráða
Lesblindir geta átt erfiðara með hefðbundið nám en samnemendur sínir (The International Dyslexia Association, 2020). Það er alltaf betra að grípa fyrr inn í en það er þó aldrei of seint (Narayana og Xiong, 2003).
Það sem kennarar geta gert til að aðstoða nemendur með lesblindu er:
Að leyfa þeim að vinna verkefnin á eigin hraða og veita þeim aukinn tíma ef þörf er á
Nota hlutbundna kennslu þar sem það hjálpar nemendum með lesblindu að nýta skynfæri sín (heyrn, sjón og snertingu)
Leyfa þeim að hlusta á textann
Aðstoða þá við skrift eða jafnvel leyfa þeim að skrifa í tölvu
Veita mikla endurgjöf þar sem það hefur sýnt fram á aukinn námsárangur nemenda með lesblindu
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Narayana, S. og Xiong, J. (2003). Reading treatment helps children with dyslexia and changes activity in language areas of the brain. neurology.org. https://n.neurology.org/content/neurology/61/2/E5.full.pdf
The International Dyslexia Association. (2020). Dyslexia basics. https://dyslexiaida.org/dyslexia-basics-2/