
Það geta allir lært stæðfræði
Samvinnunám
Samvinnunám er góður kostur til að bæta bæði námsárangur og viðhorf nemenda til stærðfræði (Zakaria, o.fl., 2010). Það hefur jákvæð áhrif á námsárangur nemenda og hjálpar það til við að brúa bilið milli nemenda sem glíma við námsörðugleika og þeirra sem eiga auðveldara með nám (McMaster og Fuchs, 2002).
Samvinnunám er kennsluháttur þar sem nemendur vinna saman í litlum hópum að ákveðnu verkefni. Þegar unnið er með samvinnunám þarf að huga að fimm grundvallaratriðum innan hópanna:
Jákvæð samvirkni: Virkni nemenda er jöfn og samvinnan góð
Samskiptafærni: Hjálpa nemendum að skapa traust, ræða saman, taka ákvarðanir og finna lausnir
Hvetjandi samskipti: Nemendur hvetja hvort annað áfram, sýna stuðning og hrósa
Ábyrgð einstaklingsins: Kenna nemendum að bera ábyrg á eigin námi og sinni vinnu til hópvinnunnar
Mat á framgangi hópvinnunnar: Nemendur meta vinnu og samvinnu hópsins
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Hildigunnur Bjarnadóttir og Margrét Sverrisdóttir. (2013). Samvinna kennara: Samvinnunámsteymi í Öldutúnsskóla skólaárin 2010-2012. Netla.
https://netla.hi.is/greinar/2013/alm/001.pdf
McMaster, K. N. og Fuchs, D. (2002). Effects of Cooperative Learning on the Academic Achievement of Students with Learning Disabilities: An Update of Tateyama-Sniezek’s Review. Learning Disabilities Research & Practice, 17(2), 107 – 117. https://onlinelibrary.wiley.com/doi/pdf/10.1111/1540-5826.00037
Zakaria, E. ,Chin. L. C. Og Md. (2010). The Effects of Cooperative Learning on Students`
Mathematics Achievement and Attitude towards Mathematics. Journal of Social Sciences, 6 (2), 272-275. https://www.scirp.org/pdf/JAMP_2017122815032153.pdf