top of page
pxfuel.jpg

Nánar um ADHD

ADHD er talin algengasta taugahegðunarröskun barna á skólaaldri (Furman, 2005) og eru um 4,6 – 4,7% barna með þessa greiningu hér á landi (Holland og Sayal, 2018). ADHD er athyglisbrestur með ofvirkni. Einkenni ADHD skiptast í þrjá flokka sem eru athyglisbrestur, hreyfióróleiki og hvatvísi en einstaklingar með ADHD upplifa frekar oft aðrar greiningar með. Rannsóknir hafa sýnt að í 20 – 30% séu börn sem greind eru með ADHD einnig með kvíðaröskun og í 11- 22 % tilvika einnig með geðhvarfasýki (Daley og Birchwood, 2010). ADHD getur haft áhrif á nám og kemur fram í 20 – 30% tilvika að einstaklingar með ADHD séu með einhverja námsörðugleika sem eru tengdir lestri, ritun, stafsetningu og/eða stærðfræði (Daley og Birchwood, 2010).

 

Sýnt hefur verið fram á að einstaklingar með ADHD geta átt í erfiðleikum með minni, rökhugsun, fræðilega færni, almenna vitsmuni og stærðfræðifærni (Daley og Birchwood, 2010). Einstaklingar með ADHD eiga það til að trufla aðra, tala óhóflega mikið og virðast oft ekki vera að hlusta þegar talað er við þá (Daley og Birchwood, 2010). Í Bandaríkjunum er tíðni á drengjum með þessa greiningu um það bil 10% og hjá stúlkum um það bil 4% (Furman, 2005). Ástæðan fyrir þvi að hlutfall drengja sé hærra en stúlkna er talin vera að stúlkur koma sjaldnar í greiningu (Hvað er ADHD?, e.d.) en talið er að um 50-75% stúlkna með ADHD séu ekki greindar (Adams, 2007). 

Heimildir sem vitnað er í hér að ofan er að finna í heimildaskrá undir ítarefni

istockphoto-1373159863-612x612.jpeg

Einkenni

images.png

ADHD og stærðfræðinám

vector-math-teacher.jpeg

Hvað er til ráða

diary-pre-school-homework-clip-art-png-favpng-jw20PbESXMYzV67bC33CD1U6b.jpeg

Dæmi um námsefni

Bakkalárverkefni 2023

bottom of page