
Það geta allir lært stæðfræði

Nánar um talnablindu
Talnablinda er námsörðugleiki sem er af völdum erfðafræðilega og taugafræðilegra þátt sem hefur áhrif á reiknikunnáttu einstaklings (Shalev, 2004). Talnablinda veldur því að geta einstaklings til þess að átta sig á, skilja stærðfræði og tölulegar upplýsingar er slök (Shalev, 2004). mikilvægt er að hafa í huga að slök kennsla getur einnig haft áhrif á talnablindu (Shalev, 2004). Tíðni barna á skólaaldri með talnablindu er í kringum 5 til 6% og skiptist það jafnt á milli kynja (Shalev, 2004).
Merki um að talnablinda eigi sér stað koma vanalega fram snemma eins og þegar nemendur eru að byrja að læra grunn stærðfræði t.d. með því að eiga erfitt með að telja, þekkja tölur, mynda tölur, skilja peninga og segja til um tíma (Franklin, 2018). Ein vísbending um að talnablinda geti átt sér stað hjá nemendum er að þeir séu enn þá að nota fingurna til þess að telja auðveldar tölur á meðan samnemendur eru hættir því (Cicerchia, e.d.). Nemendur með talnablindu geta átt í erfiðleikum með að læra og muna reglur. Nemendur með talnablindu eiga það til að þróa með sér kvíða gagnvart stærðfræði sem getur dregið úr hæfni þeirra til að læra og vinna stærðfræðiverkefni (Franklin, 2018).
Heimildir sem vitnað er í hér að ofan er að finna í heimildaskrá undir ítarefni