top of page

Það geta allir lært stæðfræði

Fjölbreyttir kennsluhættir
Í Litrófi kennsluaðferðanna (2013) er talað um að ljóst sé að nemendur þurfa tilbreytingu í kennslu. Því skiptir það máli að kennarar tileinki sér fjölbreytta kennslu og þá sérstaklega þegar kemur að nemendum með námsörðugleika. Talað er um að fjölbreytt kennsla hefur sýnt góð áhrif á námsárangur nemenda með námsörðugleika í lestri og stærðfræði (Mize og Witzel, 2018). Þegar kemur að kennslu nemenda með ADHD er talað um að mikilvægt sé að huga að fjölbreyttri kennslu þar sem það eykur bæði virkni og námsárangur þeirra (Laufey Ósk Andrésdóttir, 2018).
Hér að neðan geti þið kynnt ykkur leiðsagnarnám, samvinnunám og festu- og vaxtarhugarfar. Allt þetta getur haft jákvæð áhrif á námsárangur nemenda og getur ýtt undir fjölbreytta kennslu.
bottom of page