
Það geta allir lært stæðfræði

Hvað er til ráða
Það skiptir miklu máli að nemendur hafi gott sjálfstraust og jákvæða sjálfsmynd í því fagi sem um ræðir. Til að stuðla að því skal kennarinn forðast það að tengja nafn nemanda við eitthvað neikvætt og passa að hrósa nemendum fyrir áhugasemi og virkni (Ragna Freyja Karlsdóttir, 2001).
Gott traust milli kennara og nemanda er mikilvægt og skal kennari eiga í samskiptum við nemendur sína til að kynnast þeim og þeirra þörfum betur. Nemendur þurfa að finna fyrir því að kennarinn hafi trú á þeim. Eins og alltaf skiptir það miklu máli að stuðla að þannig námsumhverfi að nemendur geti tjáð sig án þess að verða fyrir stríðni.
Verkefni þurfa að vera skýr og þannig uppsett að nemendur nái að ljúka við þau. Verkefnin skulu ekki vera of löng og ekki of mörg í einu.
Gott að hafa í huga að verkefnin séu þannig uppsett að hæfnin byggist upp. Byrji létt og verði svo erfiðari með tímanum. Þannig fær nemandinn sjálfstraust til að takast á við flóknari dæmin.
Einstaklingskennsla hefur reynst vel fyrir nemendum með ADHD en ef um hópavinnu er að ræða skiptir máli að hóparnir séu litlir, jafn vel bara 2 og 2 saman.
Gott að hafa nemendur nálægt kennara svo nemandinn eigi auðveldara með að fá aðstoð og svo kennarinn eigi auðveldara með að aðstoða.
Dimma ljósin getur hjálpað nemendum að auka einbeitingu.
Þegar nemendur eru orðnir eirðarlausir er gott að leyfa þeim að fá útrás með því t.d. að fara fram og fá sér vatn.
Fjölbreytt kennsla og hlutbundin. Þá er t.d. hægt að nota teninga, sentíkubba eða numicon kubba svo eitthvað sé nefnt.
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Daley, D. og Birchwood, J. (2010). ADHD and academic performance: why does ADHD impact on academic performance and what can be done to support ADHD children in the classroom?. Child: care, health and development, 36(4), 455 - 464. https://doi.org/10.1111/j.1365-2214.2009.01046.xopen_in_new
Ingibjörg Karlsdóttir. (2013). ADHD og farsæl skólaganga - Handbók. Námsgagnastofnun. https://vefir.mms.is/flettibaekur/namsefni/ADHD_handbok/2/
Laufey Ósk Andrésdóttir. (2018). Að skapa námstækifæri í stærðfræði fyrir alla: Fjölbreytt stærðfræðikennsla sem skapar námstækifæri fyrir nemanda með ADHD [Meistararitgerð]. Skemman. https://skemman.is/bitstream/1946/29712/1/lokahandrit_ad_ritgerd_-_laufey_osk.pdf
Ragna Freyja Karlsdóttir. (2001). Ofvirkni: bókin fyrir kennara og foreldra. Ragna Freyja Karlsdóttir.