
Það geta allir lært stæðfræði

ADHD og stærðfræðinám
ADHD er ekki sértækur námsörðugleiki en hægt er að fullyrða að það geti haft áhrif á námsárangur nemenda.
Nemendur með ADHD geta verið fluglæsir en samt átt erfitt með lestur þar sem þeir eiga erfitt með að halda huganum við efnið og ná því innihaldi textans illa.
Nemendur með ADHD eiga erfitt með einbeitingu, eru auðtruflaðir og eiga oft erfitt með að koma sér að verki.
Þótt nemendur geti átt auðvelt með stærðfræði getur ADHD haft þau áhrif að nemendur eigi erfitt með að nota reikniaðgerðir og óhlutbundin stærðfræðihugtök.
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Hvað er ADHD?. (e.d.). Betra líf með ADHD.https://www.adhd.is/is/um-adhd/hvad-er-adhd
Lange, K. W., Reichl, S., Lange, K. M., Tucha, L. og Tucha, O. (2010), The history of attention deficit hyperactivity disorder. ADHD Attention Deficit and Hyperactivity Disorders, 2 , 241 – 255. https://doi.org/10.1007/s12402-010-0045-8