
Það geta allir lært stæðfræði
Hvað er til ráða

Til þess að koma til móts við þarfir nemenda með talnablindu geta kennarar:
Passað að fyrirmæli séu skýr og hnitmiðuð
Skipt verkefnum upp í smærri einingar
Kynnt aðeins eina aðferð inn í einu og leyfa nemandanum að átta sig almennilega á aðferðinni áður en ný aðferð er kynnt
Nýtt sér hlutbundna kennslu þar sem nemendur fá að nota áþreifanlega hluti til að styðja við viðfangsefnin
Staðfært verkefni á læsilegra blað þar sem nemendur með talnablindu eiga á hættu að truflast af áreiti taflna og annarra texta í kennslubókum
Notað litaða penna til að afmarka áherslur
Útskýrt hvert skref ítarlega fyrir nemandanum og svo smám saman dregið úr aðstoð sinni þar til nemandinn hefur náð tökum á viðfangsefninu
Sett upp veggspjöld í stofunni með helstu hugtökum stærðfræðinnar
Látið nemendur gera hugtakakort til að aðstoða þá við að leggja á minnið
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Michaelson, M. T. (2007). An Overview of Dyscalculia: Methods for Ascertaining and Accommodating Dyscalculic Children in the Classroom. The Australian Mathematics Teacher, 63(3), 17 – 22. https://files.eric.ed.gov/fulltext/EJ776577.pdf
Mize, M. og Witzel, B. (2018). Meeting the needs of students with dyslexia and dyscalculia. State journal, 27(1), 31-39. https://files.eric.ed.gov/fulltext/EJ1166703.pdf