
Það geta allir lært stæðfræði
Einkenni nemenda með lesblindu geta verið:
Flestir lesblindir hafa u.þ.b. 10 einkenni og geta einkenni verið breytileg frá degi til dags.
-
Slakur í lestri, skrift og stafsetningu
-
Fær hærra í munnlegum prófum en skriflegum
-
Lágt sjálfsálit
-
Virðist dagdreymin og detta út
-
Erfitt með athygli
-
Lærir mest með því að framkvæma, sjá, gera tilraunir, athuga og skoða
-
Viðsnúningur bókstafa
-
Ruglingur líkum orðum og bókstöfum eins og b/d, p/g, p/q, n/u, m/w
-
Misjöfn stafsetning. T.d. skrifar sama orðið á mismunandi hátt
-
Slakur lesskilningur þrátt fyrir endurlesinn texta
-
Sér texta hreyfast
-
Endurtekur, ruglast á, bætir við, sleppir úr, víxlar stöfum, orðum og tölustöfum í lestri
-
Erfitt með að koma hugsunum í orð
-
Á erfitt með ritun
-
Óvenjulegt blýantsgrip
-
Rithönd misjöfn og ólæsileg
-
Ruglar hægri og vinstri
-
Óskipulag
-
Leshraði hægur og hikandi
-
Þekkir illa upphaf of endi orða og því framburður óvenjulegur
-
Notar fingur í útreikningum
-
Veit svörin en getur ekki sýnt útreikning
-
Kann að telja en á erfitt með að telja hluti og eiga við peninga
-
Getur reiknað en á erfitt með orðadæmi
-
Á erfitt með algebru og flókna stærðfræði
-
Man vel staði og andlit
-
Man illa upplýsingar sem viðkomandi hefur ekki upplifað
-
Hugsar aðallega í myndum og tilfinningum, ekki með hljóðum og orðum
Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:
Lesblind. (e.d.) Einkenni lesblindu. Lesblind. https://lesblind.is/einkenni-lesblindu
Narayana, S. og Xiong, J. (2003). Reading treatment helps children with dyslexia and changes activity in language areas of the brain. neurology.org. https://n.neurology.org/content/neurology/61/2/E5.full.pdf