top of page

Leiðsagnarnám

Leiðsagnarnám er kennsluháttur sem ýtir undir aukna virkni nemenda og bættan námsárangur (Black og Wiliam, 2010). Talað er um að það að fá mikla endurgjöf hjálpi lesblindum að ná betri árangri í námi (The International Dyslexia Association, 2020). Einnig stuðlar leiðsagnarnám að því að allir nemendur færast nær hver öðrum og því minnkar bilið milli þeirra nemenda sem glíma við námsörðugleika og þeirra sem eiga auðveldara með nám. Það er mikill ávinningur fyrir nemendur með námsörðugleika þar sem það styrkir sjálfstraust nemenda (Black og Wiliam, 2010) en það er einmitt eitthvað sem hefur verið sýnt að hjálpi nemendum með ADHD í námi (Laufey Ósk Andrésdóttir, 2018)

Leiðsagnarnám er þegar kennari veitir endurgjöf til nemenda og á þetta ferli sér stað á hverjum degi í kennslu

Það hjálpar nemendum að taka virkan þátt í eigin námi, eykur virkni þeirra og hjálpar þeim að skilja hvert markmið námsins er

Það gefur þeim tækifæri á að meta nám sitt og bæta sig samhliða settum markmiðum

Rannsóknir hafa sýnt að leiðsagnarnám hefur bein áhrif á námsárangur nemenda

Eitt af meginmarkmiðum leiðsagnarnáms eru sjálfstæðir og ábyrgir nemendur sem eru drifnir áfram af innri áhugahvöt :

Til að ýta undir áhugahvöt nemenda er mikilvægt að kennari þekki nemendur sína vel hvað varðar áhugamál, námstækni, styrkleika og þarfir

Kennari getur t.d. gert könnun til að kanna áhugamál og námstækni nemenda

Textinn hér að ofan er unninn úr eftirfarandi heimildum:

Aðalnámskrá grunnskóla 2011: Almennur hluti /2011.

Black, P. og Wiliam, D. (2010). Inside the Black Box: Raising Standards Through Classroom Assessment. Kappan, 92(1), 81– 90. https://journals.sagepub.com/doi/pdf/10.1177/003172171009200119
Ministry of Education Ontario. (2013). Learning for All: A guide to Effective Assessment and Instruction for All Students, Kindergarden to Grade 12. https://files.ontario.ca/edu-learning-for-all-2013-en-2022-01-28.pdf

Nanna Kristín Christiansen. (2021). Leiðsagnarnám: Hvers vegna, hvernig, hvað?. Höfundur.

Bakkalárverkefni 2023

bottom of page